Erlent

Hitabeltisstormurinn Ída geisar í Nicaragua

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mikil rigning er nú í Nicaragua í Mið-Ameríku vegna hitabeltisstormsins Ídu sem þar geisar. Viðvörun hefur verið gefin út vegna hættu á aurskriðum og talin er nokkur hætta á að Ída þróist yfir í fellibyl á næstu 36 klukkustundum. Kaffibændur fylgjast grannt með þróun stormsins enda stutt í næstu uppskeru en akrar þeirra eru flestir í fjallahéruðum nærri landamærum Honduras svo þeir verða að líkindum ekki fyrir miklu tjóni af völdum stormsins sem er sterkastur við strendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×