Fótbolti

Straka tekur við Tékkum

AFP

Fyrrum landsliðsmaðurinn Frantisek Straka hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Tékka í knattspyrnu. Hann tekur við af Petr Strada sem rekinn var í síðasta mánuði eftir slakt gengi Tékka í undankeppni HM.

Strada spilaði 35 landsleiki fyrir Tékka á árunum 1983-90 og lék lengst af með Sparta Prag og Gladbach í Þýskalandi. Hann hefur áður þjálfað Sparta Prag og OFI Creti.

Tékkneska liðið er aðeins í fjórða sæti í þriðja riðli undankeppni HM þar sem liðið er fimm stigum á eftir toppliði Norður-Íra. Strada stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn Möltu þann 5. júní.

Mikil ólga hefur verið í herbúðum landsliðsins undanfarið eftir að sex leikmenn liðsins gerðust sekir um agabrot eftir 2-1 tap gegn Slóvakíu í síðasta mánuði.

Það var fyrsta tap Tékka gegn grönnum sínum síðan árið 1997.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×