Erlent

Blagojevich ákærður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rod Blagojevich.
Rod Blagojevich.

Rod Blagojevich, fyrrum ríkisstjóri Illinois, hefur verið ákærður fyrir 16 lögbrot, þar á meðal spillingu og fjárkúgun, en hann er auk annars grunaður um að hafa boðið öldungadeildarþingsæti Baracks Obama til sölu eftir að Obama lét af þingmennsku til að taka við embætti Bandaríkjaforseta. Meðal sönnunargagna gegn Blagojevich eru upptökur af símtölum þar sem hann staðhæfir að hann ætli sér að þéna fé á þeirri embættisfærslu sinni að úthluta þingsæti Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×