Innlent

Tveir teknir á ofsahraða

MYND/PB

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi í umdæmi Selfosslögreglu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var hraðamældur og reyndist hann á 162 kílómetra hraða.

Þá var einn ökumaður til tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæminu en sá var á 171 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 90. Að öðru leyti var helgin með rólegasta móti hjá Selfosslögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×