Enski boltinn

Wenger: Er ekki að hugsa um önnur lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segist eingöngu hugsa um gengi sinna manna og fylgist ekki sérstaklega með úrslitum annarra liða eins og Aston Villa.

Bæði lið gerðu markalaust jafntefli í sínum leikjum í dag. Arsenal gegn West Ham og Aston Villa gegn Wigan.

„Ég lít á það þannig að við töpuðum tveimur stigum í dag," sagði Wenger eftir leikinn. „Við erum með okkar metnað og viljum vinna alla okkar leiki. Ég er ekki að fylgjast með úrslitum úr leikjum Aston Villa."

„Við gáfum allt okkar í leikinn í dag og vörðumst vel. En við vorum að spila við lið sem varðist einnig vel."

„Við vorum takmarkaðir í okkar aðgerðum. Við reyndum að skora allt til loka og vorum nálægt því nokkrum sinnum en það tókst ekki."

„Þetta var grannaslagur og West Ham er með mikið sjálfstraust þessa dagna og hafa náð góðum árangri."

Wenger var einnig spurður hvort eitthvað nýtt væri að frétta af máli Andrei Arshavin en hann sagði svo ekki vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×