Innlent

Fimm ára næstum drukknuð

Fimm ára stúlka fannst á botni laugarinnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Fimm ára stúlka fannst á botni laugarinnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Fimm ára stúlka var nær drukknuð í sundlauginni á Hellu síðdegis í gær en með snarræði tókst sundlaugagestum og starfsfólki laugarinnar að bjarga henni. Samkvæmt lögreglunni þá fannst stúlkan meðvitundarlaust á botni laugarinnar. Starfsfólk náði henni upp úr og tókst þeim að endurlífga stúlkuna.

Það voru gestir laugarinnar sem tóku eftir henni á botni laugarinnar en með ótrúlegu snarræði tókst starfsfólki að ná henni upp úr lauginni og endurlífga hana. Stúlkan var kominn til meðvitundar samkvæmt lögreglu áður en sjúkrabíll var mættur á vettvang.

Stúlkan var flutt til Reykjavíkur á Landspítalann til frekari aðhlynningar. Ekki er ljóst hvernig óhappið bar að en það er í rannsókn.

Þá voru kallaðir út sérfræðingar í áfallahjálp til þess að aðstoða gesti og starfsfólk laugarinnar sem var verulega brugðið eftir uppákomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×