Innlent

Risaveggur fauk á bíla

Fjórir bílar lentu undir risavegg sem huldi vinnusvæðið þar sem stóri bruninn átti sér stað á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Það var hvassvirðri sem felldi vegginn en að minnsta kosti fjórir bílar urðu undir veggnum þegar hann hrundi.

Engan sakaði en björgunarsveitir og lögreglan vinna í því að hreinsa svæðið. Ráðgert er að rífa vegginn alveg niður til þess að fyrirbyggja meira tjón.




Tengdar fréttir

Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs

Björgunarsveitin Landsbjörg auk lögreglunnar fara nú um höfuðborgarsvæðinu og aðstoða þá sem hafa lent í vandræðum vegna mikils roks. Verstu hviðurnar eru að fara upp í 28 metra á sekúndu en samkvæmt varðstjóra lögreglunnar þá hafa mörg útköll verið upp í Salahverfinu í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×