Sport

Davey: Emil vonandi klár í næsta leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Simon Davey hjá enska b-deildarfélaginu Barnsley er sannfærður um að landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson muni í dag skrifa undir samning við félagið eftir að Barnsley og Reggina komust að samkomulagi um lánssamning á dögunum.

Ítalskir fjölmiðlar greindu síðar frá því að leikmaðurinn sjálfur vildi ekki fara til Englands, en ef marka má Davey gæti Emil verið í leikmannahópi Barnsley fyrir leikinn gegn Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Coventry á morgun.

„Við munum setjast niður með Emil á föstudagsmorgun og þá verður vonandi gengið frá samningi. Síðan þurfum við að fá leikheimild frá knattspyrnusambandi Íslands og þá ætti hann að ná leiknum gegn Coventry,“ segir Davey í viðtali á opinberri heimasíðu Barnsley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×