Fótbolti

Koeman tekur við AZ Alkmaar

Nordic Photos/Getty Images

Ronaldo Koeman hefur samþykkt að gera tveggja ára samning við Hollandsmeistara AZ Alkmaar eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum þar í landi.

Alkmaar hefur verið að leita sér að þjálfara undanfarið síðan ljóst varð að Luis Van Gaal færi til Bayern Munchen í Þýskalandi, en fyrrum landsliðsmaðurinn Koeman hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia á Spáni í fyrra.

Honum gekk vel þegar hann þjálfaði bæði PSV og Ajax í heimalandi sínu og gerði bæði lið að Hollandsmeisturum á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×