Innlent

Óásættanlegt að heimilin beri allan skaða hrunsins

Sigrún Elsa Smáradóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir var fyrsti flutningsmaður tillögu um almennar aðgerðir vegna verðtryggðra lána heimilanna á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina. Tillagan var samþykkt í dag og segist Sigrún Elsa fagna þeirri niðurstöðu. Hún segir óumdeilt að efnahagshrunið hafi verið ófyrrisjáanlegt fyrir allan almenning.

Tillagan boðar að „leitað verði sanngjarnra leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni milli lántkenda og lánveitenda vegna efnahagshrunsins og hækkunar verðtryggðra lána því samfara."

Sigrún Elsa fagnar því að tillagan hafi verið samþykkt og segir hana mikilvæga. Hún segir að verðbólguskotið sem fylgdi hruninu hafi ekkert með þenslu og aukinn kaupmátt í samfélaginu að gera.

„Um er að ræða ófyrirséð tjón vegna hruns á íslensku krónunni, sem eðlilegast er að skipta á milli lántakenda og lánveitenda. Sammþykktin er viðurkenning á því að óásættanlegt er að heimilin beri allan skaðann af þessu tjóni."

Sigrún Elsa segir samþykktina því mikilvægan grunn þess að ásættanleg lausn finnist sem báðir aðilar geti sætt sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×