Erlent

Langflestir Talibanar vilja frið

Óli Tynes skrifar
Talibanar eru orðnir  þreyttir á stríðinu.
Talibanar eru orðnir þreyttir á stríðinu.

Langflestir afganskir talibanar eru tilbúnir til að leggja niður vopn, að sögn fyrrverandi foringja úr þeirra röðum. Þeir eru hinsvegar hræddir um að þeir verði drepnir fyrir að svíkja málstaðinn, þar sem ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi þeirra.

Talibanar hafa verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarin misseri. Barack Obama hefur ákveðið að bregðast við því með því að senda yfir tuttugu þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan og brjóta veldi þeirra á bak aftur.

Abdul Salam fyrrum foringi í liði Talibana segir að níutíu og fimm prósent þeirra séu tilbúnir til að sættast við ríkisstjórnina ef hún geti fundið leiðir til að tryggja öryggi þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×