Innlent

Tryggðir á leið sinni til skips

Sjómenn eiga að njóta slysatryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Þetta er niðurstaða dóms í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingastofnun ríkisins (TR). Málið snerist um kröfu skipverja á hendur TR sem slasaðist í umferðarslysi árið 2007 á leið sinni til skips. Í dómnum sagði að ákvæði lögheimilislaga væru skýrð með þeim hætti að lögheimili manns og raunverulegur dvalarstaður færu að jafnaði saman. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×