Fótbolti

Eggert skoraði fyrir Hearts

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eggert í leik með Hearts.
Eggert í leik með Hearts. Nordicphotos/GettyImages
Eggert Gunnþór Jónsson var á meðal markaskorara Hearts í skosku úrvalsdeildinni í dag. Hearts vann Dundee United 3-0 og tryggði sér þar með þriðja sætið í deildinni, á eftir risunum Celtic og Rangers.

Mark Eggerts kom úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hann var öruggur í vítinu og skoraði síðasta mark liðsins í sigrinum góða.

Rangers er efst í deildinni með 83 stig en Celtic í öðru sæti með 80 stig og á leik til góða. Celtic er með einu marki meira í markahlutfalli.

Hearts mætir einmitt Celtic í lokaumferðinni í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×