Innlent

Lögðu á flótta þegar öryggiskerfi glumdi

Þjófar brutu rúðu í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í nótt, en við það fór þjófavarnakerfi í gang. Kom þá styggð að þjófunum, sem lögðu á flótta og voru horfnir út í náttmyrkrið þegar lögregla kom á vettvang. Minna hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa en var um tíma í fyrri viku þegar fimm til sex innbrot voru framin tvær nætur í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×