Ofurlaun þrátt fyrir nauðasamning Stoða 27. ágúst 2009 03:15 Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Stoða sem áður hét FL Group, er enn á ofurlaunum hjá félaginu þótt það hafi komist í þrot fyrr á árinu og sé nú í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja. Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nýrrar stjórnar Stoða, sagðist í gær ekkert vilja segja að svo stöddu um launakjör Jóns sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra hjá Stoðum í höndum nýju eigendanna. Ekki náðist í Jón sjálfan í gær. Samkvæmt öðrum heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að semja upp á nýtt við Jón um starfskjörin og þá á allt öðrum og lágstemmdari nótum en í samningi Jóns við fyrri eigendur. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs námu tekjur Jóns Sigurðssonar 9,4 milljónum króna á mánuði í fyrra. Það eru um það bil tíu sinnum hærri laun en forsætisráðherra hefur um þessar mundir. Eins og kunnugt er hafa ríkisstjórnarflokkarnir þá stefnu að enginn starfsmaður stofnana og félaga í meirihlutaeigu ríkisins hafi hærri laun en forsætisráðherrans. Nauðasamningar Stoða við kröfuhafa félagsins voru staðfestir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan júní í sumar. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun um leið og ríkið tók yfir Glitni í lok september í fyrra. Stoðir áttu 32 prósenta hlut í Glitni. Nauðasamningarnir fólu í sér að hlutafé fyrri eigenda Stoða var afskrifað og eignuðust gamli Glitnir um þriðjungshlut og NBI - eða Nýi-Landsbankinn - um fjórðungshlut í Stoðum. Þegar Stoðir fengu heimild til að leita nauðasamninga í apríl námu skuldir félagsins um 280 milljörðum króna en eignir um 80 milljörðum. Helstu eignir Stoða í dag eru Tryggingamiðstöðin og stór hluti í evrópska drykkjavörurisanum Refresco sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. - gar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Stoða sem áður hét FL Group, er enn á ofurlaunum hjá félaginu þótt það hafi komist í þrot fyrr á árinu og sé nú í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja. Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nýrrar stjórnar Stoða, sagðist í gær ekkert vilja segja að svo stöddu um launakjör Jóns sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra hjá Stoðum í höndum nýju eigendanna. Ekki náðist í Jón sjálfan í gær. Samkvæmt öðrum heimildum Fréttablaðsins er unnið að því að semja upp á nýtt við Jón um starfskjörin og þá á allt öðrum og lágstemmdari nótum en í samningi Jóns við fyrri eigendur. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs námu tekjur Jóns Sigurðssonar 9,4 milljónum króna á mánuði í fyrra. Það eru um það bil tíu sinnum hærri laun en forsætisráðherra hefur um þessar mundir. Eins og kunnugt er hafa ríkisstjórnarflokkarnir þá stefnu að enginn starfsmaður stofnana og félaga í meirihlutaeigu ríkisins hafi hærri laun en forsætisráðherrans. Nauðasamningar Stoða við kröfuhafa félagsins voru staðfestir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan júní í sumar. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun um leið og ríkið tók yfir Glitni í lok september í fyrra. Stoðir áttu 32 prósenta hlut í Glitni. Nauðasamningarnir fólu í sér að hlutafé fyrri eigenda Stoða var afskrifað og eignuðust gamli Glitnir um þriðjungshlut og NBI - eða Nýi-Landsbankinn - um fjórðungshlut í Stoðum. Þegar Stoðir fengu heimild til að leita nauðasamninga í apríl námu skuldir félagsins um 280 milljörðum króna en eignir um 80 milljörðum. Helstu eignir Stoða í dag eru Tryggingamiðstöðin og stór hluti í evrópska drykkjavörurisanum Refresco sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. - gar
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira