Lífið

Spila á heimagerð hljóðfæri

Meðlimir Orku eru þeir Jens L. Thomsen, Jógvan Andreas frá Brúnni, Magni Højgaard, Bogi frá Lakjuni og Kári Sverisson.
Meðlimir Orku eru þeir Jens L. Thomsen, Jógvan Andreas frá Brúnni, Magni Højgaard, Bogi frá Lakjuni og Kári Sverisson.

„Þetta er án efa eitt athyglisverðasta band á Norðurlöndunum í dag,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir hjá Norræna húsinu um færeysku hljómsveitina Orku sem er nýkomin til landsins.

„Hljóðfærin sem Orka spilar á voru smíðuð á bænum Innan Glyvur í Færeyjum, af fjölskyldu og vinum stofnanda hljómsveitarinnar, Jens L. Thom-sen. Hljóðfærin tengjast flest landbúnaði enda búin til úr verkfærum og öðrum hlutum sem til féllu á bænum, en þeir spila til dæmis á steypuhrærivél, slípi­rokk og loftpressu. Það er magnað hvað þeir geta fengið fagra tóna úr slípirokknum,“ útskýrir Þuríður. Plata Orku, Lifandi Oyða, hefur hlotið frábæra dóma og í All Scandinavian var meðal annars skrifað að hljómsveitarmeðlimir séu „fáránlega hæfileikaríkir, líklega frumlegasta hljómsveit sem þekkist“.

„Orka heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld klukkan 21, ásamt Eyvöru Pálsdóttur og Ólöfu Arnalds. Eivör mun syngja nokkur lög með Orku, en Ólöf Arnalds spilar fyrir tónleikana. Orka er tvímælalaust hljómsveit sem á eftir að vekja athygli og við hjá Norræna húsinu erum mjög ánægð með að geta kynnt svona kröftuga en þó melódíska færeyska tónlist fyrir Íslendingum,“ segir Þuríður.

- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.