Innlent

Mjölgeymar HB Granda teknir niður

Fjórir geymanna voru hífðir á flutningspramma í gærkvöldi. Mynd/Ólafur Hauksson
Fjórir geymanna voru hífðir á flutningspramma í gærkvöldi. Mynd/Ólafur Hauksson
Byrjað er að taka niður stóru mjölgeymana við fiskiðjuver HB Granda, sem sett hafa svip á Reykjavíkurhöfn um áratuga skeið. Þeir verða fluttir sjóleiðina til Vopnafjarðar og reistir þar.

Tankarnir eru tíu og standa nú í tveimur röðum. Hver tankur var til skamms tíma 18 metra hár, en að undanförnu hafa þeir allir verið hækkaðir um fjóra metra til að koma þar fyrir svonefndum sprengilúgum, sem krafist er í nýrri reglugerð.

Tankarnir, sem hver um sig vegur 33 tonn, hafa og verða hífðir niður í stóran flutningapramma, sem dráttarbátur kom með frá Noregi, og mun báturinn svo draga prammann til Vopnafjarðar , með tankana uppi standandi en hæðin á þeim er álíka og á átta hæða íbúðablokk.

Á Vopnafriði er búið að steypa undirstöður undir þá á hafnarsvæðinu, í grennd við fiskimjölsverksmiðju HB Granda á staðnum, en ekkert hefur verið brætt í verksmiðjunni á Granda í nokkur ár. Hún verður nú rifin,en ýmis búnaður úr henni fluttur til Vopnafjarðar. Þegar til kemur, verða tankarnir langhæstu mannvirki á Vopnafirði og mundu sjálfsagt breyta ásýnd þessa rúmlega 500 manna staðar umtalsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×