Innlent

Fíkniefnafundur í Borgarnesi

Kannabis.
Kannabis.

Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði mann sem ók undir áhrifum fíkniefna í nótt. Grunur vaknaði að finna mætti fíkniefni í bílnum og var því fíkniefnahundur fengin til þess að leita í honum. Við það fannst nokkurt magn af kannabis-efnum.

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Borgarnesi í nótt, hinn vegna ölvunar og óspektar. Nú stendur yfir hestamannamót á Kaldármelum og samkvæmt lögreglunni má búast við um fjögur þúsund manns á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×