Innlent

Skattamálin rædd í ríkisstjórn í dag

Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum fengu í gærkvöld umboð sinna þingmanna til þess að móta áfram skattahugmyndir sínar. Reiknað er með að málið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag og að þróun mála muni skýrast betur yfir helgina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að sátt ríki á meðal þingmanna flokksins um hvaða leiðir eigi að fara og að formaður flokksins hafi fullt umboð til að ljúka við málið af hálfu Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×