Íslenski boltinn

Fylkir og Breiðablik geta bæði bætt félagsmet í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye í leik á móti Keflavík.
Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye í leik á móti Keflavík. Mynd/Valli

Fylkir og Breiðablik eiga bæði möguleika á að vinna sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld og vera því með full hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Það hefur ekki gerst hjá þessum félögum í efstu deild áður.

Breiðablik tekur í kvöld á móti Íslandsmeisturum FH klukkan 20.00 en Fylkismenn heimsækja aftur á móti Framara á Laugardalsvöllinn og hefst sá leikur klukkan 19.15.

Blikar hafa mest náð í 7 stig út þremur fyrstu leikjum sínum en síðast náðu þeir því árið 1991. Blikar náðu líka í 7 stig í fyrstu þremur umferðunum árið 1986 og sumarið 1982 fékk liðið jafnvirði 7 stiga ef að þriggja stiga reglan hefði þá verið í gildi. Blikar fóru þá taplausir í gegnum fyrstu þrjár umferðirnar með markatölunni 7-3.

Félagsmet Fylkismanna er síðan sumarið 2004 þegar liðið sat við hlið Keflavíkur í efsta sætinu eftir 3 fyrstu umferðirnar. Fylkir krækti þá í 7 stig út úr fyrstu þremur leikjunum sínum þrátt fyrir að hafa náð aðeins jafntefli í fyrstu umferð.

Flest stig félaganna eftir fyrstu þrjár umferðirnar:

Breiðablik

1982* 7 stig (7-3, +4)

1991 7 stig (7-4, +3)

1986 7 stig (3-1, +2)

2006 6 stig (7-6, +1)

1995 6 stig (5-5, 0)

2001 6 stig (3-2, +1)

*Uppfært með 3ja stiga reglu

Fylkir

2004 7 stig (4-1, +3)

2003 6 stig (5-2, +3)

2006 6 stig (4-2, +2)

2007 6 stig (3-2, +1)

2000 5 stig (4-3, +1)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×