Barðastrandarfórnalamb: Barnabörnin þora ekki í heimsókn Andri Ólafsson skrifar 6. október 2009 18:41 "Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
"Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira