Íslenski boltinn

Þróttur í leikmannaleit

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.

Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum.

Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er farinn í Selfoss, topplið 1. deildar, og eru stjórnarmenn Þróttar í viðræðum við KR um Guðmund Pétursson sem þeir vilja fá til að fylla hans skarð. Guðmundur hefur mátt þola mikla bekkjarsetu í Vesturbænum.

Finnbogi Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, segir að einnig sé verið að leita að mönnum í aðrar stöður og þar sé ýmislegt í vinnslu. Þróttur horfir bæði til íslenskra og erlendra leikmanna í þeim efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×