Erlent

Obama opnar rafrænt ráðhús

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Forsíða rafræna ráðhússins.
Forsíða rafræna ráðhússins. MYND/CNN
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur opnað það sem hann kallar rafrænt ráðhús en það er netsíða þar sem almenningur getur spurt spurninga um efnahagsvandann. Í dag mun Obama svo svara nokkrum algengustu spurningunum í beinni útsendingu á síðunni. Óhætt er að segja að Bandaríkjamenn notfæri sér þjónustuna því þegar í gærkvöldi hafði 32.000 spurningum verið varpað fram á síðunni. Flestar snúast spurningarnar um vandamál fólks sem nær ekki endum saman, hvar ríkisstjórnin ætli að skera niður í heilbrigðiskerfinu og hvernig skapa megi fleiri störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×