Fótbolti

Birkir og Ármann Smári í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts

Ólafur Jóhannesson hefur valið þá Birki Bjarnason og Ármann Smára Björnsson, sem báðir leika í Noregi, í landsliðshópinn sem mætir Skotum í næstu viku.

Þeir koma í stað þeirra Heiðars Helgusonar og Birkis Más Sævarssonar en þeir eru báðir meiddir og geta ekki spilað með landsliðinu gegn Skotum.

Þá er einnig talið ólíklegt að Brynjar Björn Gunnarsson geti spilað með liðinu en hann er tæpur vegna meiðsla.

Ármann Smári leikur með Brann í Noregi en hefur ekkert komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Birkir hefur hins vegar átt fast sæti í byrjunarliði Viking en hann hefur ekki áður verið valinn í A-landslið Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×