Erlent

Varð allt önnur manneskja eftir lýtaaðgerð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Yvonne Jean Pampellonne.
Yvonne Jean Pampellonne. MYND/Reuters

Yvonne Jean Pampellonne er kölluð brjóstastækkunarbófinn í fjölmiðlum Kaliforníu þótt brjóstastækkanir séu fjarri því að vera einu aðgerðirnar sem hún hefur gengist undir - án þess að borga sent fyrir.

Pampellonne stundaði þá vafasömu iðju að útvega sér ýmsar persónuupplýsingar annarra kvenna og nota þær til að komast í aðgerðir og semja um greiðsludreifingu. Hún lét svo ekkert meira í sér heyra og að sjálfsögðu bárust engar greiðslur.

Um er að ræða skuldir sem nema á þriðja tug þúsunda dollara fyrir augnaðgerðir, fitusog, bótox-aðgerðir og brjóstastækkanir á læknastofum í Huntington Beach og víðar. Hún gerði að lokum þau afdrifaríku mistök að heimsækja eina stofuna tvisvar og þar mundi einhver glöggur starfsmaður eftir því að kona sem að minnsta kosti líktist henni ákaflega mikið skuldaði greiðslu fyrir eldri aðgerð.

Starfsmaðurinn bar svo kennsl á Pampellonne á mynd sem lögregla átti í fórum sínum enda stúlkan langt í frá að stíga sín fyrstu skref á veginum breiða sem oft liggur til glötunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×