Erlent

Lars Løkke Rasmussen verður forsætisráðherra Dana í dag

Lars Løkke Rasmussen, varaformaður Venstre, tekur í dag við sem nýr forsætisráðherra Danmerkur. Mynd/ AFP.
Lars Løkke Rasmussen, varaformaður Venstre, tekur í dag við sem nýr forsætisráðherra Danmerkur. Mynd/ AFP.
Lars Løkke Rasmussen, varaformaður Venstre, tekur í dag við sem nýr forsætisráðherra Danmerkur af flokksbróður sínum Anders Fogh Rasmussen. Hann var í gær útnefndur framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en Fogh Rasmussen tekur við því embætti í ágúst.

Anders Fogh Rasmussen fer í dag á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar og biðst lausnar úr embætti forsætisráðherra og leggur til að Lars Løkke Rasmussen taki við. Hann hefur verið ráðherra í ríkisstjórn Fogh Rasmussens frá því hún tók við 2001. Fyrst var hann innanríkis- og heilbrigðisráðherra og síðan fjármálaráðherra frá því í nóvember 2007.

Lars Løkke Rasmussen getur boðað til snemmbúinna kosninga þegar hann tekur við eða ákveðið að sitja út yfirstandandi kjörtímabil sem lýkur 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×