Innlent

Fimmtándi mótmælafundur Radda Fólksins

Frá mótmælum Radda Fólksins á Austurvelli í haust.
Frá mótmælum Radda Fólksins á Austurvelli í haust.

Fimmtándi mótmælafundur Radda Fólksins verður haldinn á Austurvelli á morgun og sem fyrr hefjst þau klukkan 15.

Ræðumenn verða Svanfríður Anna Lárusdóttir sem er atvinnulaus og Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Fundarstjórn verður í höndum Harðar Torfasonar.

Yfirskrift fundarins er sem fyrr ,,Breiðfylking gegn ástandinu" og kröfurnar eru skýrar: ,,Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×