Enski boltinn

Ferguson kemur McCarthy til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson hjá Manchester United hefur komið Mick McCarthy, stjóra Wolves, til varnar vegna liðsvals hans fyrir leik liðanna í vikunni.

McCarthy gerði tíu breytingar á liði sínu frá síðasta leik á undan en Wolves vann þá góðan sigur á Tottenham. Wolves mætti United á þriðjudaginn en Tottenham um helgina.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa krafið McCarthy um skýringar á liðsvali sínu og Arsene Wenger er einn þeirra sem hefur gagnrýnt hann fyrir þetta.

„Mick McCarthy gerði það sem var besti kosturinn í stöðunni fyrir Wolves,“ sagði Ferguson.

„Við skoðuðum leikinn gegn Tottenham og hversu mikið leikmenn þurftu að hlaupa í leiknum. Ég sagði að það væri fimm eða sex leikmenn myndu ekki geta spilað gegn okkur.“

„Auk þess að spila leikinn þurftu þeir að ferðast til Manchester og svo eiga þeir leik gegn Burley um helgina.“

„Við áttum því alls ekki von á því að þeir gætu notað alla sína menn. Við áttum svo sem ekki von á því að hann myndi gera tíu breytingar en við vorum ekki fjarri lagi.“

„En liðið sem spilað gegn okkur á þriðjudaginn gerði nákvæmlega það sem mörg lið hafa gert gegn okkur að undnförnu. Þeir gáfu okkur aldrei stundarfrið og lögðu á sig mikla vinnu.“

„Í mínum huga var enginn munur á því liði sem spilaði og því sem hefði getað spilað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×