Fótbolti

Hiddink framlengir líklega við Rússa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Guus Hiddink mun að öllum líkindum framlengja samningi sínum við rússneska knattspyrnusambandið. Tíðindin koma á óvart enda var fastlega búist við því að hann myndi taka við stórliði í Evrópu.

Hafði hann meðal annars verið sterklega orðaður við Man. City en City er talið hafa spurst fyrir um Hiddink en samningur hans við Rússana rennur út í ágúst.

Hiddink mistókst að koma Rússum á HM. Þrátt fyrir það hafa Rússarnir boðið Hiddink nýjan tveggja ára samning enda ánægðir með hans störf þrátt fyrir allt.

Umboðsmaður Hiddink segist ekki eiga von á öðru en Hiddink skrifi undir nýja samninginn við Rússana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×