Ráðherra á milljónahlut í Byr Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. júní 2009 16:14 Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum. Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum.
Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53