Fjórðungsúrslitin klár á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2009 08:00 Gael Monfils fagnar sigri á Andy Roddick í gær. Nordic Photos / AFP Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum Erlendar Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum
Erlendar Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira