Erlent

Boy George á nýjum 20 punda seðli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er ekki amalegur peningaseðill sem skartar þessu sem vatnsmerki.
Það er ekki amalegur peningaseðill sem skartar þessu sem vatnsmerki.
Söngvarinn Boy George prýðir nýjan 20 punda seðil í Bretlandi í stað Elísabetar drottningar. Reyndar er þessi nýi seðill falsaður og höfuð söngvarans er í vatnsmerkinu en ekki á myndfleti seðilsins. Það var starfsfólk verslunar sem uppgötvaði að það hafði fengið greitt með falsaða seðlinum þegar það fór með peninga í banka og bankastarfsmönnum þótti eitthvað bogið við einn seðilinn. Að öðru leyti er seðillinn mjög vel gerður og er án efa ætlað að styðja málstað söngvarans sem nú afplánar 15 mánaða fangelsisdóm fyrir að lemja mann og svipta hann frelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×