Innlent

Fimmtungur lána í frystingu

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í miklum mæli fryst höfuðstól gengistryggðra lána. Fyrirtækin eru með 11,5 prósent af heildarlánum íslenskra fyrir­tækja og er nær eingöngu um gengistryggð lán að ræða, eða 95 prósent. Alls hefur höfuðstóll 21 prósents útistandandi lána verið frystur.

Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleiki 2009. Seðlabankinn nefnir nokkrar mögulegar ástæður fyrir þessari þróun. Lánastofnanir séu viljugri til að frysta höfuðstól lána sjávarútvegsfyrirtækja vegna þess að þau séu talin lífvænlegri en fyrirtæki í mörgum öðrum atvinnugreinum. Eins að sjávarútvegurinn vilji geyma greiðslur til að hámarka gjaldeyristekjur og frysti lánin í von um hagstæða gengisþróun.

Rúmlega helmingur gengisbundinna lána sjávarútvegsins var tekinn í svissneskum frönkum og japönskum jenum. Mjög lítill hluti útflutningstekna er í þessum myntum og er þetta misræmi í samsetningu tekjuöflunar og útlána talið geta valdið útveginum erfiðleikum.- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×