Innlent

Svínin eru með svínaflensuna

Mynd/GVA

Staðfest var í gær að nokkur svín á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu væru sýkt af svínaflensu. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa, að öðru leyti en því að reynt verður að einangra pestina við þetta tiltekna svínabú. Ljóst þykir að svínin hafi sýkst vegna umgengni við veikt starfsfólk. Engar líkur eru á að veikjast við það að neyta svínakjöts.

Átta liggja nú á gjörgæslu vegna svínaflensunnar. Alls eru tæplega fjörutíu á spítala vegna flensunnar, sem er þó í rénun að mati Haraldar Briem sóttvarnalæknis. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×