Innlent

AGS samþykkir endurskoðun efnahagsáætlunar

Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmta tímanum í dag. Því mega stjórnvöld búast við greiðslu lána frá sjóðnum á næstunni.

Lánin nema 21 milljarð króna. Eftir að Íslendingar hafa fengið það lán er stutt í að lánin frá Norðulöndum berist til Íslands.

Fyrr í dag var gefin út sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra og fjármálaráðherra en í henni kom fram að Ísland fái um hundrað milljarða króna sem munu verða nýttir til þess að styrkja varagjaldeyrisforðann. Lánin frá Norðulöndunum nema um 80 milljarða króna.

Blaðamannafundur með viðskiptaráðherranum Gylfa Magnússyni verðu haldinn í viðskiptaráðuenytinu klukkan 17:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×