Innlent

Bílvelta við Leirubrú

Umferðaróhapp varð á Leiruvegi við Leirubrú í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Svo virðist sem ökumaðurinn sem var einn í bílnum hafi misst stjórn á bílnum á brúnni en þar hafði myndast mikil hálka auk þess sem brúin liggur í boga.

Bíllinn valt því og hafnaði utan vergar og festist maðurinn inni í honum. Slökkvilið og lögregla kom fljótlega á staðinn og losaði manninn sem ekki mun hafa slasast alvarlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×