Innlent

Bændur óttuðust að verða fyrir tjóni

Frá og með mánaðamótum verður þjónusta við DeLaval í höndum Fóðurblöndunnar.
Frá og með mánaðamótum verður þjónusta við DeLaval í höndum Fóðurblöndunnar.

Hættu á að bændur yrðu fyrir tjóni ef bilanir kæmu upp í mjaltakerfum frá norska fyrirtækinu DeLaval var að mestu afstýrt í fyrradag. Þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Fóðurblöndunnar og DeLaval um að Fóðurblandan tæki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Tekur hún gildi um mánaðamót.

Vélaver hefur haft umboð fyrir DeLaval (áður Alfa Laval) en er nú til gjaldþrotameðferðar. Varahluti í mjaltakerfi og mjaltaþjóna hefur skort um skeið og tækin ekki fengið eðlilega þjónustu. Í frétt á vef Bændablaðsins í fyrradag, bbl.is, sagði að raunveruleg hætta væri á að mjaltaþjónar yrðu óstarfhæfir ef bilanir kæmu upp.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×