Innlent

Lögreglan kölluð í „blóðugt“ partý

Mynd úr safni/Stefán Karlsson
Mynd úr safni/Stefán Karlsson
Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem menn halda ærlega upp á hrekkjuvökuna. Slíkt er líka gert á Íslandi en það varð einmitt tilefni til afskipta lögreglu á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Lögreglu bárust fréttir af grunsamlegum vettvangi og fylgdi sögunni að þar væri allt útatað í blóði.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún hafi haldið strax af stað en þegar þangað kom blasti við hús þar sem allt var með kyrrum kjörum.

„Inn um glugga mátti hinsvegar sjá að ekki var allt með felldu. Tekin var sú ákvörðun að fara inn í húsið en þegar inn var komið sáust blóðug fótspor og blóð á veggjum. Þar hafði samt ekki verið framið neitt voðaverk og allt átti þetta sér eðlilegar skýringar. Við nánari skoðun kom í ljós að um gerviblóð var að ræða og þegar náðst hafði í húsráðanda gat hann ennfremur skýrt frá því að nýbúið væri að halda hrekkjavökupartí í húsinu. Við svo búið var farið af vettvangi en vegna þessa skal samt áréttað að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan," segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×