Þeir einstaklingar, sem oftast var minnst á í fréttum í fyrra, voru í réttri röð; Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Björgvin G. Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Árni Mathiesen og Össur Skarphéðinsson.
Þetta er samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Credit Info. Mikill munur var á því hvaða fyrirtæki eða stofnun fólki fannst hafa verið oftast í fréttum og því sem var í raunveruleikanum. Þannig töldu flestir að Baugur hefði oftast verið nefndur en hann var í 28. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar í því fyrsta.