Íslensku stelpurnar fá ekki að fara inn á völl fyrr en 45 mínútum fyrir leik sinn á móti Frökkum þar sem leikur Þjóðverja og Norðmanna var að enda. Þjóðverjar unnu 4-0 eftir að hafa skorað þrjú mörk á 90. mínútu og í uppbótartíma. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.
Íslensku og frönsku stelpurnar fylgdust með lokamínútum leiksins af hliðarlínunni en þýska liðið var betri aðillinn en tókst ekki að brjóta varnarmúr norska liðsins af fullri alvöru fyrr en í blálokin af leiknum.
Það er óvenjulegt að tveir leikir fari fram með svo suttu millibili á sama leikvelli á stórmóti í knattspyrnu og það hefur augljós áhrif á leikmenn í undirbúningi sínum fyrir seinni leikinn. Þær komast sem ekki út á völl eins snemma og þær eru vanar auk allt annað áreiti sem fylgir því að sjá lið úr þeirra riðli tapa eða vinna.
Stelpurnar fylgdust með lokamínútnum í leik Þjóðverja og Norðmanna
Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn