Fótbolti

Guðbjörg átti stórleik og hélt hreinu á móti toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Djurgården.
Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Djurgården. MYN/DAP

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt í kvöld marki sínu hreinu á móti toppliði Umeå á útivelli þegar Umeå og Djurgården gerðu markalaust jafntefli.

Umeå var búið að vinna fimm síðustu heimaleiki sína í sænsku deildinni og hafði skorað í þeim samtals 24 mörk eða 4,8 mörk að meðaltali í leik.

Guðbjörg hafði Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur með sér í vörninni allan tímann. Guðbjörg átti stórleik í markinu og varði meðal annars öll tíu skotin sem Umeå átti á markið í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×