Erlent

Neitar að borga 4,6 milljarða fyrir styttur

Óli Tynes skrifar
Stytturnar dýrmætu
Stytturnar dýrmætu

Kínverskur maður sem bauð hæsta verð í tvær styttur sem seldar voru úr dánarbúi tískukóngsins Yves Saint Lauren neitar nú að borga fyrir þær.

Cai Mingchao bauð 2,3 milljarða króna fyrir hvora styttu og barst boð hans til Parísar í gegnum síma. Slíkt fyrirkomulag er algengt þegar verið er að bjóða upp verðmæt listaverk.

Mingchao er ráðgjafi hjá kínverskum sjóði sem hefur það hlutverk að endurheimta stolin listaverk.

Styttunum tveim annarsvegar af rottuhöfði og hinsvegar af kanínuhöfði var einmitt stolið úr sumarhöllinni í Peking árið 1860. Þar voru að verki breskir og franskir hermenn.

Hinn falski kaupandi sagði að hann hefði af ættjarðarást ákveðið að spilla uppboðinu með þessum hætti. Hann ætli að reyna að koma styttunum til Kína.

Ekki er þó víst að honuym verði að ósk sinni, þar sem í svona tilfellum hefur uppboðshaldarinn rétt til þess að selja stytturnar þeim sem átti næst hæsta boðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×