Höfum fengið 10% af þeim lánum sem við þurfum Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2009 12:02 Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira