Fótbolti

Terry segir Rooney geta náð 150 landsleikjum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rooney fagnar hér öðru marka sinna með Terry og félögum.
Rooney fagnar hér öðru marka sinna með Terry og félögum. Getty Images

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir Wayne Rooney hreinlega vera ógnvekjandi góðan, og spáir því að framherjinn muni leika yfir 150 leiki fyrir enska landsliðið.

Rooney var besti maður vallarins í 4-0 sigri Englendinga á Slóvökum í gær.Rooney hefur þar með skorað sjö mörk í síðustu fjórum landsleikjum.

Augu margra beindust að David Beckham í leiknum í gær þar sem hann sló metið yfri flesta leiki sem útispilari hefur spilað fyrir enska landslið, 109 talsins. Terry telur Rooney geta slegið það en hann mun spila sinn 50. landsleik gegn Úkraínu á miðvikudaginn, að öllu óbreyttu.

"Geta hans er ógnvekjandi. Við vorum að tala um Becks og minn 50. landsleik á leiðinni hingað og ég sagði að Wayne gæti líklega leikið 150 leiki," sagði Terry.

"150 leikir er mögulegt fyrir hann, að minnsta kosti 100. Hann hefur líklega misst af 20 leikjum vegna meiðsla og leikbanna en hann er mjög ungur, mjög hæfileikaríkur og klárlega einn sá besti í heimi," sagði fyrirliðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×