Innlent

Grafarholtsbúar beðnir um að svipast eftir Aldísi

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Aldísi Westergren, 37 ára, hefur enn engan árangur borið en síðast er vitað um ferðir hennar við Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík þriðjudaginn 24. febrúar. Lögregla biður íbúa og verktaka í hverfinu að svipast vel um í skúrum og á byggingarsvæðum.

Aldís, sem er 165-170 sm á hæð, er með skollitað axlarsítt hár og mögulega klædd í dökkan jakka eða úlpu, dökkar buxur og með svartan og hvítan hálsklút.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst rúmlega tveggja ára gamalt barn hennar eitt á heimilinu síðdegis þann dag. Barnið var heilt að húfi þegar komið var að en ekki er vitað hversu lengi það hafði verið eitt heima. Litlar vísbendingar hafa komið fram um hvar Aldísi kunni að vera að finna en bíll hennar stóð óhreyfður fyrir utan heimilið.

Víðtæk leit um helgina bar engan árangur. Björgunarsveitir hafa aðstoðað lögreglu við leitina og hafa þær notað bæði kafara og leitarhunda. Meðal annars hefur verið leitað við Kópavogshöfn, í Fossvogi og við Reynisvatn og í nágrenni við heimili Aldísar.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Aldísar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100.



 





Í tilkynningu segir einnig að Björgunarsveitir hafi aðstoðað við leitina og hafa þær notað bæði kafara og leitarhunda. „M.a. hefur verið leitað við Kópavogshöfn, í Fossvogi og við Reynisvatn og þar í nágrenninu. Litlar vísbendingar hafa komið fram um hvar Aldísi kunni að vera að finna. Lögreglan biður nú bæði íbúa og verktaka að svipast vel um í vinnuskúrum og á byggingarsvæðum í Grafarholti og nágrenni, ef ske kynni að þar væri eitthvað að finna sem gæti varpað ljósi á málið," segir að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×