Innlent

Verulegar tafir á ferðum Herjólfs

Herjólfur.
Herjólfur.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór ekki kvöldferðina frá Vestmannaeyjum fyrr en laust fyrir klukkan þrjú í nótt og kom til Þorlákshafnar um klukkan sex í morgun. Verulegar tafir hafa orðið á ferðum hennar vegna bilunar í annarri aðalvélinni en varahlutir eru væntanlegir til landsins í dag og verður hægt að vinna að viðgerð þótt skipið sé í siglingum. Áætlun dagsins í dag liggur ekki fyrir eftir allar þessar tafir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×