Íslenski boltinn

Haukur Páll í Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Páll í leik með Þrótti.
Haukur Páll í leik með Þrótti.

Þróttarinn Haukur Páll Sigurðsson hefur ákveðið að söðla um en hann skrifaði undir samning við Val í dag.

Haukur var valinn besti leikmaður Þróttar síðasta sumar en þessi 22 ára strákur skoraði 6 mörk í 15 leikjum síðasta sumar.

Haukur Páll hefur leikið allan sinn feril með Þrótti fyrir utan skamman tíma er hann lék með Alta IF frá Noregi.

Haukur lék alls 83 leiki með Þrótti.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×