Mannshvarf: Vitni sá Aldísi í miðbænum Valur Grettisson skrifar 5. mars 2009 11:37 Aldís Westergren hefur verið týnd í rúma viku. „Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira