Mannshvarf: Vitni sá Aldísi í miðbænum Valur Grettisson skrifar 5. mars 2009 11:37 Aldís Westergren hefur verið týnd í rúma viku. „Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira