Innlent

Davíð Oddsson fær ókeypis hamborgara

Davíð gæðir sér á fyrsta hamborgara McDonalds á Íslandi.
Davíð gæðir sér á fyrsta hamborgara McDonalds á Íslandi. MYND/GVA
Í dag er síðasta tækifærið til þess að fá sér McDonalds á Íslandi en eins og kunnugt er mun nýr hamborgarastaður koma í stað þess fornfræga og opna formlega á morgun. Sá mun bera nafnið Metro og opna á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra borðaði fyrsta McDonalds hamborgarann á Íslandi þegar staðurinn opnaði árið 1993. Nú hefur honum verið boðið að fá ókeypis hamborgara á morgun þegar nýi staðurinn opnar.

Reyndar fá allir sem heita Davíð frían borgara, en nauðsynlegt er að koma með skilríki. Þetta kemur fram í auglýsingu frá Metro sem birtist í Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×