Erlent

Elsti karlmaður í heimi látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Henry William Allingham, elsti karlmaður í heimi og einn síðasti eftirlifandi hermaðurinn úr fyrri heimsstyrjöld, lést í morgun, 113 ára að aldri.

Henry var fæddur árið 1896 í norðausturhluta Lundúna. Hann var 67 ára gamall þegar John F. Kennedy var ráðinn af dögum og 73 þegar Neil Armstrong gekk á tunglinu. Allingham lést á St Dunstan´s heimilinu í Ovingdean, nærri Brighton í Englandi.

Allingham var fjórtán ára þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst. Móðir hans grátbað hannum að ganga ekki í herinn. En eftir að hún lést árið 1915 ákvað hann að gerast hermaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×